top of page

Sundskóli
5-7 ára
Námskeiðin eru skemmtileg leið til þess að auka öryggi barna í vatni og læra sundtökin í öruggu umhverfi.
Námskeiðið eru hugsuð fyrir börn á elsta ári í leikskóla sem hafa tekið námskeið áður og eru orðin örugg í vatni og tilbúin fyrir fleiri áskoranir auk eldri barna sem þurfa auka sundtíma samhliða skólasundinu til þess að efla öryggi í lauginni og hæfni í sundi.
Börnin stunda námskeiðið með foreldrum sínum sem eru með í lauginni og styðja við barnið eftir þörfum. Þetta er því sannkölluð gæðastund barna og foreldra.
Námskeiðið er í boði í Mörkinni á föstudögum kl. 16:30 og í Suðurbæjarlaug á sunnudögum kl. 12:50
Hægt er að greiða námskeiðið með frístundastyrk frá Hafnarfirði, Kópavogi, Vogum, Suðurnesjabæ, Hveragerði og Ölfusi.
bottom of page
