
Sundskóli
5-8 ára
Við bjóðum upp á 12 vikna sundnámskeið í Suðurbæjarlaug fyrir börn á aldrinum 5-8 ára á sunnudögum kl. 13.30.
Námskeiðin eru skemmtileg leið til þess að auka öryggi barna í vatni og læra sundtökin í öruggu umhverfi.
Námskeiðið eru hugsuð fyrir börn á elsta ári í leikskóla sem hafa tekið námskeið áður og eru orðin örugg í vatni og tilbúin fyrir fleiri áskoranir auk eldri barna sem þurfa auka sundtíma samhliða skólasundinu til þess að efla öryggi í lauginni og hæfni í sundi.
Foreldrar fylgja börnunum í gegnum klefana og að innilauginni og sækja aftur þangað að tíma loknum. Börnin eru ein í lauginni með kennara en foreldrar þurfa að vera á svæðinu á meðan tímarnir fara fram.
Námskeiðið er 12 vikur og kostar 34.990 kr
Þetta námskeið er eingöngu kennt í Suðurbæjarlaug á sunnudögum kl. 13:30