Fróðleikur
Ungbarnasund má hefja þegar barn hefur náð 4 kg og nafli er gróinn.
Algengasti aldur byrjenda er 3-6 mánaða en börn geta byrjað allt niður í 2 mánaða aldur og það er aldrei of seint að byrja.
Kostir ungbarnasunds:
- 
Ungbarnasund örvar hreyfiþroska barna og styrk. 
- 
Ungbarnasund 1–2 í viku stuðlar að betri svefni, matarlyst og betra skapi (á því tímabili sem sundið er stundað). 
- 
Barnið verður öruggt í vatni og lærir að bera virðingu fyrir því. 
- 
Ögrandi umhverfi sem örvar skynfæri barnsins og hækkar streituþröskulda. 
- 
Sundið getur fyrirbyggt vatnshræðslu og drukknanir seinna á lífsleiðinni. 
- 
Eykur sjálfstraust barns. 
- 
Börn sofa almennt vel eftir sundtímana. 
- 
Styrkja tengsl barns og foreldris – 40 mínútur af skin-to-skin tíma. 
- 
Foreldrar verða öruggari með börnin í vatni og læra að þekkja mörk barnsins og þarfir þess í vatni. 
Köfun
Köfunarviðbragðið er eitt af þeim ósjálfráðu varnarviðbrögðum sem við fæðumst með. 
Köfunarviðbragðið lýsir sér þannig að þegar vatn kemst í snertingu við andlit eða öndurfæri barns þá lokast öndunarfærin.
Köfun er stór hluti af ungbarnasundsnámskeiðunum en með því að æfa köfun þá læra börnin að halda niður í sér andanum og um leið og þau fá merki frá foreldi um að þau séu að fara í kaf. Mikilvægt er þó að viðhalda æfingunum svo hæfnin tapist ekki aftur.
