top of page

Harpa

FB-Ernir230113-Harpa-02.jpg

Ég heiti Harpa Þrastardóttir og kenni námskeiðin. Ég hef starfað við sundkennslu frá árinu 2008 þegar ég hóf störf sem sundþjálfari hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar og meðfram því starfi hef ég setið námskeið í þjálfun barna á vegum ÍSÍ og SSÍ. Ég æfði sjálf sund sem barn og unglingur með SH og svo ABPG í Portúgal. Haustið 2017 tók ég námskeið hjá Busla, félagi ungbarnasundskennara, í ungbarnasundskennslu og verklega hlutan tók ég hjá Ungbarnasundi Erlu í Suðurbæjarlaug. Í framhaldi hóf ég ungbarnasundkennslu í Suðurbæjarlaug samhliða þjálfun hjá SH en vorið 2020 ákvað ég að auka starfsemi Sundskóla Hörpu og taka upp kennslu í Mörkinni í Reykjavík og samhliða því leggja niður störf hjá SH. Ég sit í stjórn Busla, félags ungbarnasundkennara, þar sem ég gegni stöðu gjaldkera.
Auk sundkennslunnar starfa ég sem verkfræðingur.

Fyrir störf mín sem sundþjálfari hef ég hlotið nokkrar viðurkenningar. Ég hef hlotið Bronsmerki Sundfélags Hafnarfjarðar, Silfurmerki Íþróttabandalags Hafnarfjarðar auk þess sem ég var tilnefnd af foreldrum til Hvatningarverðlauna Foreldraráðs Hafnarfjarðar 2017 fyrir sundþjálfun yngri hópa hjá SH.

Tilgangur allra námskeiðana hjá Sundskóla Hörpu er að barn og foreldri/foreldrar eigi gæðastundir saman í lauginni á meðan barnið fær aðlögun og kennslu í vatni sem hentar aldri og getu.

bottom of page