top of page
Sundskóli
1-3 ára
Sundskóli 1 - 3 ára er námskeið fyrir vön og óvön sundkríli og foreldra þeirra. Markmið námskeiðsins er að auka öryggi og sjálfstraust barnanna í vatninu og eiga gæðastundir saman í lauginni. Við kynnumst sundtökunum en geymum þó markvissa sundkennslu þar til að við komumst upp í eldri hópinn.
Kennt er í laug sem er hituð sérstaklega upp í 34 gráður fyrir sundtímana svo hún henti vel fyrir yngstu börnin og foreldra, á bakka laugarinnar eru skiptiborð fyrir börnin og sturta til að skola af þeim eftir sundferðina en einnig er skiptiaðstaða í klefum lauganna.
Þetta námskeið má taka aftur og aftur. Þetta námskeið er kennt bæði í Suðurbæjarlaug og í Mörkinni.
bottom of page