Söngtextar

 • ÖLL BÖRN Í SUNDI

  Öll börn í sundi fara hring eftir hring x3,
  Öll börn í sundi fara hring eftir hring,
  út um alla sundlaug.


  Öll börn í sundi fara út og að x3,
  Öll börn í sundi fara út og að
  út um alla sundlaug.


  Öll börn í sundi fara niður og upp x3,
  Öll börn í sundi fara niður og upp,
  út um alla sundlaug.

 • BÍ BÍ OG BLAKA

  Bí, bí og blaka,

  álftirnar kvaka.

  Ég læt sem ég sofi,

  en samt mun ég vaka.

 • ALLIR KRAKKAR

  Allir krakkar, allir krakkar
  eru í skessuleik.
  Má ég ekki mamma,
  með í leikinn þramma?
  Mig langar svo, mig langar svo
  að lyfta mér á kreik.

 • HOPPA SAGÐI REFURINN

  Hoppa sagði refurinn
  og dansa sagði gæsin.
  Svo hoppum við,
  og dönsum við,
  svo förum við í kaf.

 • FINGURNIR

  Einn lítill,
  tveir litlir,
  þrír litlir fingur,

  fjórir litlir,
  fimm litlir,
  sex litlir fingur,
  sjö litlir,
  átta litlir,
  níu litlir fingur,
  tíu litlir fingur á höndum.

 • UPP, UPP.UPP

  upp, upp, upp á fjall,
  upp á fjallsins brún.
  Niður, niður, niður, niður,
  alveg niður á tún.

 • LITLU ANDARUNGARNIR

  Litlu andarungarnir allir synda vel, allir synda vel.
  Höfuð hneigja í djúpið og hreyfa lítil stél,
  höfuð hneigja í djúpið og hreyfa lítil stél.

   

  Litlu andarungarnir ætla út á haf, ætla út á haf.
  Fyrst í fjarlægð skima og fara svo í kaf,
  fyrst í fjarlægð skima og fara svo í kaf.

 • ALLIR KRAKKAR BURSLA

  ,,Allir krakkar busla
  allir krakkar busla
  allir krakkar busla og busl busl busl
  Allir krakkar skvetta
  allir krakkar skvetta
  allir krakkar skvetta og skvett skvett skvett

  allir krakkar brosa
  allir krakkar brosa
  allir krakkar brosa og bros bros bros

  allir krakkar hoppa

  allir krakkar hoppa
  allir krakkar hoppa og hopp hopp hopp

  allir krakkar klappa
  allir krakkar klappa
  allir krakkar klappa og klapp klapp klapp

  allir krakkar vinka 
  allir krakkar vinka
  allir krakkar vinka og bless bless bless

 • FIMM LITLIR APAR

  Fimm litlir apar sátu uppi’ í tré,

  þeir voru’ að stríða krókódíl:

  ,,Þú nærð ekki mér!”

  Þá kom hann herra Krókódíll

  hægt og rólega og ... amm!

  Fjórir litlir apar ...

   

  Þrír litlir apar ...

   

  Tveir litlir apar ...

   

  Einn lítill api ...

 • STRÆTÓ

  Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring
  hring, hring, hring, hring, hring, hring
  Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring
  út um allan bæinn.


  Hurðin á strætó opnast út og inn
  út og inn, út og inn
  Hurðin á strætó opnast út og inn
  út um allan bæinn.


  Peningarnir í strætó segja kling, kling, kling
  kling, kling, kling, kling, kling, kling
  Peningarnir í strætó segja kling, kling, kling
  út um allan bæinn.


  Fólkið í strætó segir bla, bla, bla
  bla, bla, bla, bla, bla, bla
  Fólkið í strætó segir bla, bla, bla
  út um allan bæinn.


  Börnin í strætó segja hí, hí, hí
  hí, hí, hí, hí, hí, hí

  Börnin í strætó segja hí, hí, hí
  út um allan bæinn.


  Bílstjórinn í strætó segir uss, uss, uss
  uss, uss, uss, uss, uss, uss
  Bílstjórinn í strætó segir uss, uss, uss
  út um allan bæinn.


  Flautan á strætó segir bíbb, bíbb, bíbb
  bíbb, bíbb, bíbb, bíbb, bíbb, bíbb
  Flautan á strætó segir bíbb, bíbb, bíbb
  út um allan bæinn.

Hafa Samband

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTA

 • Black Facebook Icon
 • Black Instagram Icon

Suðurbæjarlaug - Hringbraut 77, 220 Hafnarfjörður
Mörkin, Suðurlandsbraut 64, 108 Reykjavík

© 2021 Sundskóli Hörpu