
Ungbarnasund byrjenda
Boðið er upp á ungbarnasundnámskeið fyrir byrjendur á aldrinum 2 - 12 mánaða bæði í Suðurbæjarlaug og í Mörkinni, Suðurlandsbraut 64.
Námskeiðið miðar að því að örva hreyfiþroska og styrk barnanna í ögrandi umhverfi. Kennt er í laug sem er hituð sérstaklega upp í 34 -36 gráður fyrir sundtímana svo hún henti vel fyrir ungbarnasund, á bakka laugarinnar eru skiptiborð fyrir börnin og sturta til að skola af þeim eftir sundferðina.
Þetta námskeið er tekið einu sinni en hægt er að halda áfram og taka framhaldsnámskeið.
Til þess að byrja í ungbarnasundi þurfa börn að vera a.m.k. 2 mánaða gömul, orðin 4 kg og nafli gróinn. Algengast er að börn séu á aldrinum 3 - 6 mánaða þegar þau hefja ungbarnasund en það er aldrei of seint að byrja.
Haustið 2025 verður mögulegt að vinna upp tapaða tíma með öðrum hópum á sama tímabili. Athugið að greiða getur þurft gjald ef uppbótatímar eru teknir í annarri laug en námskeiðið sjálft. Skráning í uppbótatíma hefst á fimmtudegi.
Næstu námskeið hefjast helgina 22. - 24. ágúst.
Hópar í boði:
Föstudaga kl. 15:00 í Mörkinni
Föstudaga kl. 17:15 í Mörkinni
Laugardaga kl. 11:00 í Mörkinni
Laugardaga kl. 12:30 í Mörkinni
Sunnudaga kl. 10:50 í Suðurbæjarlaug
Sunnudaga kl. 12:10 í Suðurbæjarlaug
Í Suðurbæjarlaug eru systkini leyfð með ofan i lauginni. Í Mörkinni eru eingöngu foreldrar (eða fullorðnir fulltrúar þeirra) í vatninu með barninu. Systkinum og öðrum er velkomið að fylgjast með tímunum af bakkanum.
Hægt er að greiða námskeiðið með frístundastyrk frá Vogum, Suðurnesjabæ, Hveragerði og Ölfusi.
Stefnt er að kafmymdatöku helgina 3-5. október.
