Ungbarnasund byrjenda
Boðið er upp á ungbarnasundnámskeið fyrir byrjendur á aldrinum 2 - 12 mánaða bæði í Suðurbæjarlaug og í Mörkinni.
Námskeiðið miðar að því að örva hreyfiþroska og styrk barnanna í ögrandi umhverfi. Kennt er í laug sem er hituð sérstaklega upp í 34 -36 gráður fyrir sundtímana svo hún henti vel fyrir ungbarnasund, á bakka laugarinnar eru skiptiborð fyrir börnin og sturta til að skola af þeim eftir sundferðina.
Þetta námskeið er tekið einu sinni en hægt er að halda áfram og taka framhaldsnámskeið.
Til þess að byrja í ungbarnasundi þurfa börn að vera a.m.k. 2 mánaða gömul, orðin 4 kg og nafli gróinn. Algengast er að börn séu á aldrinum 3 - 6 mánaða þegar þau hefja ungbarnasund en það er aldrei of seint að byrja. Ef ætlunin er að skrá barn sem er orðið 9 mánaða þá megið þið endilega hafa samband í skilaboðum og við finnum besta hópinn fyrir ykkur.