Aðstaðan
Aðstaðan í Suðurbæjarlaug er með besta móti. Tímarnir fara fram í kennslulaug sem er lokuð almenningi á meðan kennsla fer fram. Óþarfi er að fara með yngstu börnin inn í klefa þar sem skiptiborð eru fyrir öll börn á bakka laugarinnar og sturta til þess að skola af börnunm fyrir heimferð. Einnig eru skiptiborð í klefum fyrir foreldra sem kjósa að taka börnin með í gegnum búningsklefa. Laugin er hituð sérstaklega upp fyrir sundtímana og er um 34°C svo það fari sem best um börnin. Gert er ráð fyrir að 1-2 fullorðinn fylgi hverju barni í laugina en önnur börn eru leyfð í lauginni í sundtímunum (nema að annað sé auglýst sérstaklega).
Systkinum og örðrum er velkomið að sitja á bakkanum og fylgjast með sundtímunum, það er nóg af stólum og bekkjum við laugina. Námskeiðin fara fram í
Suðurbæjarlaug
Hringbraut 77
220 Hafnarfirði