top of page
Kafmyndataka í ungbarnsundi

Ungbarnasund byrjenda

Boðið er upp á ungbarnasundnámskeið fyrir byrjendur á aldrinum 2 - 12 mánaða bæði í Suðurbæjarlaug og í Mörkinni.

 

Námskeiðið miðar að því að örva hreyfiþroska og styrk barnanna í ögrandi umhverfi. Kennt er í laug sem er hituð sérstaklega upp í 34 gráður fyrir sundtímana svo hún henti vel fyrir ungbarnasund, á bakka laugarinnar eru skiptiborð fyrir börnin og sturta til að skola af þeim eftir sundferðina.

 

Námskeiðin eru 6 skipti, nema að annað sé auglýst sérstaklega. Þetta námskeið er tekið einu sinni en hægt er að halda áfram og taka framhaldsnámskeið.

 

Til þess að byrja í ungbarnasundi þurfa börn að vera a.m.k.  2 mánaða gömul, orðin 4 kg og nafli gróinn. Algengast er að börn séu á aldrinum 3 - 6 mánaða þegar þau hefja ungbarnasund.

bottom of page