top of page

SUNDSKÓLI

HÖRPU

Ungbarnasund byrjenda

UNGBARNASUND

byrjenda

 
Byrjendanámskeið fyrir
2-12 mánaða börn. Algengast er að hefja námið 3-6 mánaða en það er aldrei of seint að byrja!

A little girl of European appearance floating in the pool on inflatable toy.jpg


SUNDSKÓLI 1-3 ára

 

 

Námskeið fyrir börn á aldrinum 1-3 ára.

Við byggjum upp öryggi og sjálfstæði í lauginni og kynnumst sundtökunum. Námskeiðið er fyrir vön börn og byrjendur eða vatnshrædd börn.

Ungbarnasund framhald

UNGBARNASUND

framhald

Framhaldsnámskeiðin eru fyrir 4-14 mánaða börn sem lokið hafa byrjendanámskeiði.

Harpa_sund_mars2-72.jpg


SUNDSKÓLI 2-5 ára

 

 

Námskeið fyrir börn á aldrinum 2-5 ára.

Við byggjum upp öryggi og sjálfstæði í lauginni ásamt því að læra sundtökin með aðstoð foreldra.

Ungbarnasund í Suðurbæjarlaug

Aðstaðan

Námskeiðin fara fram í Mörkinni, Suðurlandsbraut 64 og í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði. 
Aðstaðan í laugunum er með besta móti, við erum ein með laugarnar sem eru hitaðar upp svo þær henti ungbarnasundi og á laugarbökkunum eru skiptiborð og sturtuaðstaða til þess að skola af yngstu börnunum eftir sundtímana. 

Söngtextar

Öll börn í sundi fara hring eftir hring x3,
Öll börn í sundi fara hring eftir hring,
út um alla sundlaug.


Öll börn í sundi fara út og að x3,
Öll börn í sundi fara út og að
út um alla sundlaug.

Öll börn í sundi fara niður og upp x3,
Öll börn í sundi fara niður og upp,
út um alla sundlaug.

Ungbarnasund í Hafnarfirði
Portrait of adorable happy baby boy with toothy smile dressing in swimming nappies, lookin

Sundbleyjur


Mikilvægt er að krílin séu í sundfötum sem halda vel við læri og mitti svo engin slys fari í laugina.
Hægt er að kaupa fjölnota sundbleyjur sem vaxa með barninu og fá afhentar í fyrsta tíma.

269710053_933863630581710_8138685918859699058_n.jpg

Ungbarnakútar


Hægt er að kaupa ungbarnakútana sem við notum á framhaldsnámskeiðinu og í sundskóla 1-3 ára og fá afhenta í tíma. Kútarnir eru hannaðir fyrir ungabörn en CE merktir upp í 30 kg.

5 months infant boy swimming underwater on a black background.  Healthy family lifestyle a

Kafmyndatökur


Reglulega yfir veturinn fáum við ljósmyndara í laugina og hægt er að koma í kafmyndatöku gegn vægu gjaldi. 
Upplýsingar um kafmyndatökur eru sendar á foreldra barna í gegnum sportabler appið.

 
Contact
Anchor 1
bottom of page