46987300_292182984749781_567011094107783

Sundskóli
4-7 ára

Við bjóðum upp á sundnámskeið í Suðurbæjarlaug fyrir börn á aldrinum 4 - 7 ára. Þetta námskeið er án foreldra. 

 

Á þessu námskeiðið tökum við sundkennsluna upp á hærra stig, við förum dýpra í sundtæknina og aukum öryggi okkar bæði í kennslulauginni en einnig í djúpu lauginni þegar það hlýnar úti. Börnin þurfa ekki að hafa tekið annað námskeið en þau þurfa að vera þokkalega örugg í vatni og fara að mestu í kaf.

 

Hægt er að taka stakt námskeið eða endurtaka það til lengri tíma og ná þannig enn meiri færni í sundi.